Kennararnir okkar

Sólrún Sverrisdóttir

Sjúkraþjálfari
  • Bsc próf í sjúkraþjálfun frá læknadeild Háskóla Íslands vorið 2000.
  • Námskeið í hjólastólafærni hjá Rekryteringsgruppen í Svíþjóð
    sumarið 2002.
  • Nám í nálastungum hjá Magnúsi Ólasyni lækni á
    Reykjalundi, viðurkennt af landlæknisembættinu vorið 2004.
  • Starfaði sem sjúkraþjálfari á LSH – Grensási 2000-2003 og þar af í 6 mánuði á LSH – Fossvogi.
  • Hefur starfað í Gáska sjúkraþjálfun frá hausti 2003.
  • Starfaði sem þolfimileiðbeinandi frá 2000 til 2005, fyrst í Planet-
    Pulse og svo í Hreyfingu.
  • Er í faghópi um kvennaheilsu hjá Félagi Íslenskra sjúkraþjálfara.
  • Stundakennari við Námsbraut í sjúkraþjálfun frá hausti 2014.
  • Byrjaði að kenna í meðgöngusundi sumarið 2010.
  • Gerðist eigandi og stjórnandi Meðgöngusunds í júlí 2014.

Er framkvæmdastjóri og kennir kvöldtíma annan hvern mánudag og hádegistíma á þriðjudögum.

Karitas Guðrún Fanndal

Sjúkraþjálfari

  • Lauk B.Sc. prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands vorið 2021.
  • Mastersnemi í sjúkraþjálfun og útskrifast vorið 2023.
  • Lokaverkefni hennar miðar að kvenheilsu.
  • Áhugasvið innan sjúkraþjálfunar eru kvenheilsa, taugasjúkraþjálfun og almenn stoðkerfisvandamál.
  • Starfaði sem sjúkraþjálfunarnemi á Landspítala í Fossvogi sumarið 2022.
  • Byrjaði að kenna í meðgöngusundi í september 2022.

Er í afleysingum.

Matja Dise Steen

Sjúkraþjálfari
  • Matja er fædd og uppalin í Noregi en hefur búið á Íslandi síðan 1997.
  • Lauk B.Sc.  sjúkraþjálfun frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 2003.
  • Starfar hjá Sjúkraþjálfun Styrk og er ein af eigendum stofunnar.
  • Kennir hjá Mömmuform sem er með leikfimi fyrir konur eftir meðgöngu og fæðingu.
  • Hefur einnig réttindi sem ungbarnasundkennari.
  • Er í faghópi um kvenheilsu hjá Félag sjúkraþjálfara.
  • Hefur sótt fjölmörg námskeið tengd sjúkraþjálfun m.a. námskeið um skoðun og meðferð á grindarverkjum og grindarbotnsvandamálum kvenna, nálastungur og æfingameðferð o.fl.
  • Byrjaði að kenna hjá Meðgöngusundi sumarið 2007.

Kennir kvöldtíma á miðvikudögum.

Sólveig Björk Ásmundardóttir

Sjúkraþjálfari

  • Sólveig lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskólanum í Garðabæ árið 2009.
  • Lauk BSc prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 2013.
  • Áhugasvið innan sjúkraþjálfunar er kvenheilsa og almenn stoðkerfisvandamál.
  • Hefur sótt fjölmörg námskeið tengd sjúkraþjálfun m.a. námskeið um skoðun og meðferð á grindarbotnsvandamálum kvenna, fasciumeðferð, nálastungur, sogæðameðferð o.fl.
  • Starfaði hjá Bata sjúkraþjálfun 2013-2018.
  • Hóf störf sem sjúkraþjálfari hjá Gáska sjúkraþjálfun 2019 og starfar þar í dag.
  • Byrjaði að kenna hjá Meðgöngusundi í janúar 2021.

Kennir hádegistíma á fimmtudögum.

Sunna Ösp Runólfsdóttir

Sjúkraþjálfari

  • Lauk BSc prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 2017. Lokaverkefni var á sviði kvenheilsu.
  • Áhugasvið innan sjúkraþjálfunar er kvenheilsa, taugasjúkraþjálfun og almenn stoðkerfisvandamál. Hef sótt nokkur námskeið á þessum sviðum.
  • Hóf störf sem sjúkraþjálfari á LSH-Grensási árið 2017.
  • Starfaði hjá Táp sjúkraþjálfun árið 2020-2021 við kvenheilsu.
  • Byrjaði að kenna meðgöngusund árið 2021.

Kennir kvöldtíma annan hvern mánudag.

Svandís Ösp Long

Sjúkraþjálfari
  • Svandís lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2012 og
    BSc prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 2017.
  • Hún hefur
    alltaf haft mikinn áhuga á hreyfingu og íþróttum en eftir eigin
    meðgöngu kviknaði einnig mikill áhugi á heilsu og hreyfingu kvenna
    á og eftir meðgöngu.
  • Hóf störf sem sjúkraþjálfari hjá Gáska í júí 2017.
  • Byrjaði að kenna hjá Meðgöngusundi í september 2017.

Er í fæðingarorlofi.