Móðir og Barn

Við mælum með þessum námskeiðum eftir meðgöngu sem eru undir leiðsögn sjúkraþjálfara:Mömmur og meðganga í Hreyfingu

Fyrir barnshafandi konur sem vilja styrkja sig og þjálfa á meðgöngunni.  Einnig fyrir nýbakaðar mæður sem vilja komast í gott form eftir barnsburð undir handleiðslu sjúkraþjálfara og hafa barnið hjá sér á meðan þær æfa. 

Kennari Sandra Dögg Árnadóttir sjúkraþjálfari.  Nánari upplýsingar á www.hreyfing.is

 

Mömmuform í Sjúkraþjálfuninni Styrk.


Mömmuform er 6 vikna námskeið fyrir nýbakaðar mæður sem vilja stunda áhrifaríka og örugga þjálfun eftir barnsburð.

Fjölbreytt námskeið þar sem lögð er áhersla á að byggja líkamann vel upp eftir meðgöngu. Stöðugleikaæfingum, styrktaræfingum og þolæfingum er blandað saman á markvissan hátt. Æfingar eru gerðar með eigin líkamsþyngd, lóðum, teygjum og fleiri áhöldum auk þess sem börnin taka einnig þátt í þjálfuninni. 
Allar mæður með börn á aldrinum 6 vikna til eins árs eru velkomnar og að sjálfsögðu eru börnin velkomin með í tímana hvort sem þau sofa eða vaka á meðan tímanum stendur. Leikteppi og leikföng eru til staðar í salnum.
Heimaæfingar og fræðslupóstar eru innifalin í námskeiðinu.

Þjálfarar námskeiðsins eru Herdís Guðrún Kjartansdóttir, Matja Steen og Valgerður Tryggvadóttir sjúkraþjálfarar. Þær hafa mikla reynslu í hóptímakennslu og að vinna með konum á meðgöngu og eftir meðgöngu. 

Fyrri þátttakendur sögðu námskeiðið fjölbreytt, vel skipulagt með vaxandi álagi og góðan grunn fyrir áframhaldandi hreyfingu.

Nánari upplýsingar og skráning á https://www.facebook.com/mommuform eða mommuform@gmail.com
Móðir & Barn