Grensáslaug

Grensáslaug er staðsett á Grensásdeild Landspítalans og liggur við Álmgerði í 108 Reykjavík.


Hvernig á að rataIMG_4630.JPG

Ef komið er frá Grensásvegi skal beygja inn Álmgerði á umferðaljósunum (við stóru Espigerðiblokkirnar).  Þar er Grensásdeild næsta beygja á hægri hönd. 

Ef komið er frá Háaleitisbraut skal beygja inn Listabraut hjá N1 bensínstöðinni og svo strax til hægri Stóragerði og svo til vinstri Álmgerði.  Þá er  Grensásdeildin næsta beygja á vinstri hönd.  Keyra þarf inn bílaplanið hægra megin við húsið.

Kort má einnig sjá á: https://ja.is/kort/?d=hashid%3AlY6nk&x=359662&y=405727&z=8&type=map


IMG_4628.JPG

Keyra þarf inn bílaplanið hægra megin við húsið.  Það eru næg stæði við hlið sundlaugarinnar og nokkur við innganginn aftan við húsið.

InngangurIMG_4623.JPG

Gengið er inn í sundlaugin að aftanverðu. Búningsklefar og afgreiðslaIMG_4619.JPG


Búningskelfarnir eru strax á vinstri hönd.  Afgreiðsla sundlaugarinnar sér ekki um skráningar og greiðslur heldur þarf að tala við kennarann okkar á staðnum.  Við notum alla jafna kvennaklefana nema á fimmtudögum, þá notum við eingöngu karlaklefann.  Þetta er vegna skápapláss en Grensáslaugin er þétt setin og hóptímar á undan og eftir okkar tímum.Sundlaugin

Þið getið komið inn í búningsklefana korteri fyrir tímann kl. 11:55 í hádeginu og kl. 19:45 á kvöldin, tímarnir hefjast kl. 12:10 og kl. 20 og eru 40 mínútur.  Það er annar tími í sundlauginni til kl. 12 alla dagana og á þriðjudögum og föstudögum hefst annar tími kl. 13:30 en kl. 13:00 á fimmtudögum.  Við þurfum að virða samneyti við aðra hópa með búningsaðstöðu og losa skápa og hleypa hinum að ef þarf.  Allir hópar fá aðgang að klefum korteri áður en tímarnir hefjast og því þurfum við að vera komnar uppúr og losa skápana fyrir 13:15 þá daga sem við samnýtum kvennaklefann.  Á kvöldin erum við einar í lauginni.


Sundlaugin á Grensáslaug er dýpst 1.6 metrar. 

Einnig eru tveir heitir pottar. Heitir pottar eru góðir fyrir vöðva og liði en þær sem eru með bjúg og / eða æðahnúta ættu að forðast að vera mikið í heitum pottum og ef til vill sprauta köldu vatni á fótleggi í sturtu til þess að fá æðaveggi til að dragast saman.  Við mælum með því að þið notið aðallega kaldari pottinn og dveljið ekki of lengi í pottunum.

 

Hægt að byrja hvenær sem er