Velkomin í Meðgöngusund

Öryggisatriði

Sjúkraþjálfarar sem kenna Meðgöngusundið hafa farið á námskeið í skyndihjálp og björgun í vatni hjá viðurkenndum aðilum og eru með sundlaugarvarðarpróf. Í klefum eru konurnar á eigin ábyrgð. Ekki er leyfilegt að fara út í laugina eða pottana nema að sjúkraþjálfarinn sé á staðnum. Neyðarrofar eru staðsettir við laugarnar og í búningsklefum. Við hvetjum ykkur til þess að taka með vatnasbrúsa til að hafa á bakkanum.

Það er óhætt að stunda vatnsleikfimi fram á síðasta dag meðgöngu nema í eftirfarandi tilvikum:
  •     Legvatnið er byrjað að leka. Ljósmæður geta athugað það með einföldu prófi.
  •     Slímtappinn er farinn. Lituð útferð getur komið allt að 10 dögum fyrir fæðingu.
  •     Blæðingar á meðgöngu.
  •     Læknir eða ljósmóðir ráðleggur annað.


Fræðsla á heimasíðunni

Á heimasíðunni okkar er ýmis fræðsla sem tengist meðgöngunni sem skemmtilegt er að skoða. Einnig er listi yfir sjúkraþjálfara sem hafa reynslu í meðhöndlun barnshafandi kvenna ef þið þurfið að fara til sjúkraþjálfara í skoðun eða meðferð. 

 

Facebook

Meðgöngusund er með Facebook síðu þar sem hægt er að spjalla og setja inn myndir af krílunum ykkar og selja notaðan meðgöngufatnað!

Hafa samband

Tölvupósstur: medgongusund@medgongusund.is og sími: 859-2440.